Hitabylgja
Djö&%$## hiti!!
Það er alltof heitt fyrir svona bleiknefja eins og mig.
Ég get ekki verið utandyra nema eldsnemma á morgnana og seinnipartinn eftir kl. 17.
Þess á milli er beinlínis hættulegt fyrir snjakahvítan Íslending að hætta sér út fyrir hússins dyr út af sólbruna og sólsting.
Síðustu nætur hafa verið viðbjóður.
Ég sef í einni spjör og ekki einu sinni með sæng en það er samt of heitt.
Á tímabili síðustu nótt langaði mig að rífa mig úr skinninu vegna hita og óþæginda.
Ég held að næsta fjárfesting Naglans verði vifta.
Svo er það rakinn, en hárið á mér þolir ekki raka og verður líkara hárinu á Monicu á Barbados með hverjum deginum.
Ég get gleymt því að reyna að slétta það því það krullast um leið og ég voga mér út.
Svo er ekkert smá erfitt að æfa í þessum hita.
Á morgnana þegar þeir opna ræktina þá hefur loftkælingin ekki verið á alla nóttina og það er eins og að labba inni í finnska saunu að koma þangað inn.
Ekki beint ákjósanlegar aðstæður fyrir brennsluæfingu, enda lekur svoleiðis af manni lýsið.
Þetta er eins og boxararnir gera, þeir fara út að hlaupa í vínylgalla svo þeir léttist fyrir keppni og Mike Tyson sem sippar í saunuklefa.
Maður léttist þá vonandi eitthvað en það er þá reyndar bara vökvatap, en ekki mör, því miður.
Seinnipartsæfingar eru mun skárri samt en þá er búið að kæla pleisið svo maður getur tekið á lóðunum án þess að falla í ómegin af hita.
Reyndar byrjaði að rigna í morgun loksins og ekki veitti af því grasið er alls staðar orðið gult og skrælnað.
Það á líka ekki að vera eins heitt næstu daga, sem betur fer.
Annars hefur ekki margt drifið á daga Naglans.
Ritgerðasmíð gengur vel en ég á að skila fyrsta uppkasti að ritgerðinni 13. júlí.
Svo nú er eins gott að halda vel á spöðunum!
2 Comments:
Ég skal alveg skipta við þig... hér er skýjað og rigning eins og vanalega þetta sumarið!! urg garg arg... eeeen Spánn eftir 8 daga... weee... :)
Bið að heilsa í hitann..sendi þér hér með smá af hreina loftinu hér!
Knús, AB
Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»
Post a Comment
<< Home