Website Counter
Hit Counters

Monday, June 12, 2006

Að drepast ur hita

Jæja þá er loksins búið að laga internetið í þessu blessaða húsi svo ég er aftur komin í samband við umheiminn. Það er meira hvað maður getur orðið háður þessu fyrirbæri. Það lá niðri alla síðustu viku og ég var komin með fráhvarfseinkenni undir lok vikunnar.

Sem betur fer eyddi ég helginni í London svo ég fann minna fyrir internetleysi þar.
Mamma var nefnilega í London með hóp en átti frídag á laugardaginn.
Við mæðgurnar þrjár, ásamt systursyni mínum áttum gæðastund saman í Kenwood Gardens á laugardaginn í pikknikk.
Það var svo ógeðslega heitt hérna um helgina og er enn, 30 stiga hiti og ekki einn helv&%$# hnoðri á himninum svo það er enginn griður fyrir sólinni.
Ég er ekki gerð fyrir meira en 25 stig, og því þurfti ég að flýja undir tré í skugga með reglulegu millibili á meðan við vorum í garðinum.
Þar sem ég helst ekki mjög lengi við í sólinni í einu hef ég nú sem betur fer sloppið við að brenna enn sem komið er, og er eiginlega bara ennþá alveg trélímshvít, með pínulítið rauðar axlir. Þannig að ég er eiginlega eins og enski fáninn sem blaktir nú á hverju húsi og í hverri bílrúðu hér, til að styðja Englendingana á HM.

Á sunnudaginn fór ég svo með mömmu og hópnum til Stonehenge og Bath.
Ég hafði reyndar komið áður til Stonehenge en ekki til Bath, en sú borg er alveg geggjuð, alveg meiriháttar falleg.
Þar eru rómönsk böð frá tímum Rómverja, en Bath er eina borgin í Bretlandi þar sem eru hverir.
Borgin hefur svolítið ítalskt yfirbragð, með fullt af litlum torgum og byggingarstíllinn er alls ekki týpískt breskur.

En nú er ég aftur í Guildford að vinna í gagnaúrvinnslu og ritgerðarskrifum.
Bara 2 vikur eftir í þessu ljóta húsi með þessum óþolandi mönnum sem lyfta aldrei spönn frá rassi.
Djö....get ég ekki beðið eftir að komast héðan.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Uss þú mátt alveg senda okkur hérna á landinu ísa smá af þessum hita...skíta djöfulsins kuldi hérna og kominn miður júní for crying out loud...nú er ég ekki þekkt fyrir að vera mikið fyrir mikinn hita...en fyrr má nú vera...það er snjór í fokking Esjunni...

10:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er með Ingunni þessu - er nú reyndar algjör anti-sólisti en fyrr má nú vera ég fór í vetrarjakka í vinnuna í morgun brrrrr.

En hlakka til að sjá þig eftir 2 vikur :)

Kv,

Elsa

12:06 PM  
Blogger Naglinn said...

Æi ég veit ekki hvort er verra, svei mér þá. Steikjandi hiti eða skítakuldi.
Vera alltaf sveittur og þreyttur eða skjálfandi og glamrandi.
Það er sem betur fer aðeins að kólna núna.

Ég hlakka líka mikið til að koma heim og hitta ykkur skvísurnar.

2:17 PM  

Post a Comment

<< Home