Fyndin saga
Þessi saga var í The Times í gær:
Tveir enskir fótboltaáhugamenn sem voru staddir á HM í Þýskalandi báðu lögregluna á staðnum að aðstoða sig því þeir gátu ekki með nokkru móti fundið bílinn sinn.
Þeir höfðu lagt honum í einhverja götu, en mundu ekki hvar hún var en sem betur fer voru þeir svo sniðugir að skrifa niður nafnið á götunni.
Þegar þeir sýndu lögreglunni miðann með götunafninu, fóru lögreglumennirnir að hlægja og sögðust því miður ekki geta aðstoðað þá við að finna bílinn.
Á miðanum stóð 'Einbahnstrasse' (einstefnugata).
3 Comments:
Ó boy...þetta er eitthvað svona sem ég myndi gera hehehehehe......
Já Ingunn mín, þýskan var aldrei þín sterkasta hlið gæskan.
Annars til hamingju með afmælið á þriðjudaginn elskan mín. Vonandi náði kortið í tæka tíð....efast samt um það því ég var svoldið sein að senda það...roðn...hehehehehe
En það er betra seint en aldrei, það er hugurinn sem gildir og fleiri svipaðar afsakanir.
Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»
Post a Comment
<< Home