Website Counter
Hit Counters

Friday, June 30, 2006

Kveðjustund

Átti yndislega tvo daga með mínum heittelskaða í London, en hann fór heim til Íslands á fimmtudaginn.
Nú er hann orðinn svo fullorðinn, orðinn arkitekt og byrjar að vinna sem slíkur á mánudaginn.

Við skötuhjúin fórum út að borða á þriðjudagskvöldið og svo í leikhús að sjá The Producers, sem var algjör snilld. Það er frekar langt, eða um 3 tímar, en manni leiddist ekki eina einustu mínútu. Þetta var án efa skemmtilegasta leikrit sem ég hef séð.
Svo strolluðum við niður á Piccadilly og fengum okkur ís. Það var hellings líf í bænum, samt bara þriðjudagskvöld.
Það er auðvitað high-season núna, enda allt morandi í túristum.
Á miðvikudaginn fengum við okkur 'brunch' úti í garði...frekar næs að geta setið svona úti og borðað.
Svo tókum við smá túristapakka í London, kíktum á Victoria og Albert safnið á Che Guevara sýningu, kíktum í Harrods, Hyde Park, Green Park og enduðum frábæran dag á að borða með Ingibjörgu, Chiaka og Joshua úti í garði.

Ég er að kafna úr spenningi yfir leiknum á morgun, England-Portúgal.
Ég er ekki alltof bjartsýn fyrir hönd minna manna, en samt veit maður aldrei, það getur allt gerst.
Eins hlakka ég mikið til að sjá Frakkland-Brasilíu, en þar held ég með Frökkunum. Þetta verður hörkuleikur með menn eins og Zidane snilling, Barthez (sem mér finnst alveg eins og Hitler), Henry og Viera á móti Carlos, Ronaldinho og Ronaldo (feitabollu).
Usss...hvað það verður spennandi leikur.

Annars stefnir í leiðindahelgi hjá Naglanum, skriftir, rækt, fótbolti, skriftir rækt, fótbolti.
Kannski að maður reyni samt að fá smá tan inn á milli skrifta um helgina, enda glampandi sól og 30 stiga hiti.

Góða helgi!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»

8:04 AM  

Post a Comment

<< Home