Website Counter
Hit Counters

Monday, June 26, 2006

Hrakfarir

Jamm jamm!

Rólegheitahelgi að baki.
Skrapp til London frá laugardegi til sunnudags. Ég bara varð að komast frá Guildford.
Ég á mjög erfitt með að vera hér um helgar. Bæði finnast mér helgarnar oft einmanalegri þegar ég er Snorralaus og svo er ég orðin svo vön að hafa húsið út af fyrir mig allan daginn yfir vikuna að það fer í taugarnar á mér að hafa sambýlingana heima allan daginn um helgar.

Við systur tókum því bara rólega um helgina. Ragga móða var látin passa Joshua Þór á meðan móðirin fór í leikfimi, og það gekk bara fínt. Joshua Þór er núna á fullu í sjálfstæðisbaráttu, og vill gera allt sjálfur og enginn má hjálpa honum með eitt eða neitt. Til dæmis á hann þríhjól sem er með stöng aftan í fyrir fullorðna til að stýra.
En það er ekki séns að maður megi stýra, hann ætlar sko að hjóla sjálfur, takk fyrir takk!
Ég kalla hann núna Jón Sigurðsson, vér mótmælum allir!!
Þessi barátta hans gerir það að verkum að örstuttur hjólatúr um hverfið tekur hátt í 2 klukkutíma, þar sem hjólahraði 2ja ára drengs er á við meðalsnigil.
Svo þarf reglulega að fara af hjólinu og kanna aðstæður og vesenast svolítið.
Við skulum bara segja að 'Lagga', eins og hann kallar mig, þurfi að hækka þolinmæðisþröskuld sinn allverulega þegar ég passa hann frænda minn.

Á sunnudag fór ég í afmælisboð hjá Helgu frænku en Stefán var 1 árs. Stefán er kötturinn þeirra Kristjáns og Doreen, dökkbrúnn síamsköttur og alveg hrikalega falleg skepna.
Það var mjög gaman að hitta familíuna enda langt síðan síðast.
Fótbolti í Englandi er sko ekki bara leikur, þetta eru trúarbrögð!
Ég lagði af stað frá húsinu hennar Ingibjargar til að fara til Helgu akkúrat þegar England-Ecuador var að byrja, svo ég myndi ná að horfa á seinni hálfleik hjá Helgu.
Þannig að ég var akkúrat að ferðast milli staða á meðan leikurinn var og það var ekkert smá skrýtin upplifun.
Göturnar og lestarnar voru tómar, og það í sjálfri London.
En gott hjá mínum mönnuma að vinna, og hjá geldingsBeckhamskvikindinu að skora. Það sást meira að segja móta fyrir brosviprum á fýlupúkakonunni hans upp í stúku. Hún er þá með tennur.

Ég átti ansi skemmtilega lífsreynslu, eða hitt þó heldur, á Waterloo stöðinni, þar sem ég tek lestina frá London til Guildford.
Um helgar gengur sú lest á hálftíma fresti, og fer á heila og hálfa tímanum.
Að sjálfsögðu kom ég á Waterloo kl 19.02, svo ég mátti bíða í hálftíma eftir næstu lest.
Svo ég sest og fæ mér að borða, og þar sem ég er að tyggja matinn næ að bíta svona heiftarlega fast í vörina á mér að það fór næstum því stykki úr og alveg fossblæddi.
Ég hef oft lent í að bíta í vörina eða tunguna en aldrei svona rosalega, sársaukinn ætlaði bara aldrei að hætta.
Síðan ákvað ég að drepa tímann í bókabúðinni við að skoða bækur og blöð. Nema að ég gleymdi mér algjörlega og þegar ég loks leit á klukkuna var hún 19.25. Ég rauk af stað til að kaupa miða og var þá ekki einhver stropaður einstaklingur á undan mér í miðavélina sem kunni ekkert á hana, og tók óratíma í þessa sáraeinföldu aðgerð.
Loksins þegar ég var komin með miðann í hendurnar og blóðþrýstinginn upp fyrir eðlileg mörk af pirringi út í vanhæfa einstaklinginn á undan mér, þá spretti ég úr spori að ná lestinni og flaug að sjálfsögðu á hausinn út á miðju gólfi fyrir framan c.a 100 manns.
Ég stóð upp blóðrauð í framan af skömm, og henti mér upp í sneisafulla lestina og reyndi að finna sæti. Í öllu óðagotinu rak ég hægri mjöðmina af alefli í eitt sætið. Þegar ég svo loks settist sá ég að það blæddi úr hendinni á mér og það var brunasár á hnénu eftir að hafa runnið á gólfinu.
Þegar heim var komið leit ég í spegil og við mér blasti óhugnaður, því vörin var stokkbólgin eftir bitið.
Semsagt, ég kom heim úr þessari Londonferð lítandi út eins og fótboltabulla eftir tapleik.

Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem það gerist, minnug óhappsins á Leicester Square fyrir ekki svo löngu síðan.
Það er nú ekki oft sem ég flýg á hausinn en það virðist eingöngu gerast á MJÖG mannmörgum stöðum, svo ég skammist mín alveg örugglega nógu mikið.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

æææ klaufabárður. Farðu nú varlega naglinn minn.

10:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl og blessuð og láttu þér ekki bregða. María Hjaltadóttir heiti ég og er búsett hérna í Guildford. Við hjónin erum að leita af íslendingum sem eru til í að hjálpa okkur að flytja á morgun fimmtudaginn 29 júní einhvern tímann eftir hádegi. Ef þú hefur tíma og nennir þá getur þú sent mér meil og við gætum rætt um greiðslufyrirkomulag. Kær kveðja
María icygroup@btconnect.com
Sími: 01483 539090

12:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»

8:03 AM  

Post a Comment

<< Home