Back in Guildford
Þá er ég aftur komin til Guildford.
Stoppaði í Edinborg um helgina á leiðinni hingað frá Íslandi. Þar áttum við heittelskaði yndislega helgi sem leið auðvitað alltof hratt. Á laugardagskvöldið fórum við út að borða með Palla, Svenna og Marínó á spænskan stað sem heitir Tapas Tree og býr til bestu Paellu utan Spánar. Þar var mikið hlegið og mikið borðað. Eftir matinn fórum við á hommastaðinn þar sem Naglinn gerði garðinn frægan á gamlárskvöld. Það er reyndar búið að breyta honum svo hann er ekki eins original og hann var þá.
Skotarnir eru alveg gallharðir á þessu reykingabanni sínu og eftir kl 21 máttu ekki fara út með drykkinn þinn og verður að skilja hann eftir í anddyrinu eða inni á borði. Ég skildi minn drykk eftir í anddyrinu. Svo spurði ég dyravörðinn (trukkalessu dauðans) hvort ég mætti fá mér sopa á meðan ég reykti en það var sko ekki til umræðu. Drykkur má ekki fara út fyrir þröskuldinn og sígarettan má ekki koma inn fyrir þröskuldinn. Mér leið eins og í Abu Ghraib fangelsinu!!
Ég beið bara eftir plasthönskum og strípileit...'bend over and cough'.
Nú er ég að byrja á gagnaúrvinnslunni fyrir rannsóknina. Ég hef mjög blendnar tilfinningar gagnvart SPSS vinnunni.
Bæði finnst mér þetta ögrandi því ég er ekki mjög flink í tölfræði og mér finnst áhugavert að sjá hvaða niðurstöður koma út úr rannsókninni.
Á hinn bóginn er ég hrædd við að gera einhverja tóma vitleysu og skrifa svo um kolvitlausar niðurstöður.
2 Comments:
Hva fór Naglinn ekki bara í trukkuna, he he.
Ég öfunda þig að vera komin svona langt í náminu en guð veit að ég öfunda þig ekki að kljást við SPSS í sumar.
hvenær megum við búast við þér heim aftur ?
Post a Comment
<< Home