Website Counter
Hit Counters

Wednesday, June 14, 2006

Viðreynsla i ræktinni

Jahérna...haldiði að það hafi ekki bara verið reynt við mig í ræktinni áðan.
Gæinn var greinilega að æfa þarna í fyrsta skipti, því það var starfsmaður að sýna honum öll tækin og hann lét gæjann síðan fá prógramm til að gera sjálfur.

Nema hvað að gæinn er greinilega ekki alveg með á hreinu hver tilgangurinn er með að vera í ræktinni....hans hugmynd er greinilega að þetta sé staðurinn til að pikka upp kvenfólk því hann var minnst að lyfta og mest að glápa.
Ég er yfirleitt eina konan á lóðasvæðinu því allar kerlingarnar þarna hanga bara í cardio-i og í kettlingatækjum, og í dag var engin undantekning.
Ég fann illilega fyrir þessu glápi hans og fannst það frekar óþægilegt og vægast sagt pirrandi.
Síðan stendur hann allt í einu fyrir aftan mig þar sem ég er nýbúinn að klára sett, og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig.
Ég játa því að sjálfsögðu.
Hann sagði þá að hann hefði heyrt einhvern dynk og haldið að það væri ég að missa lóðin.
En þar sem hann stóð fyrir aftan mig og horfði á mig gera settið hefði hann átt að sjá að dynkurinn var ekki frá mér!!!
Svo spurði hann mig hvort ég væri frá Póllandi (hvers konar spurning er það eiginlega, glötuð pikk öpp lína), hvað ég héti og hvað ég væri að gera í lífinu.
Ég reyndi að vera eins stutt í spuna og kuldaleg og ég gat með að svara eingöngu því sem hann spurði með eins atkvæðis orðum og gefa honum ekki færi á að spyrja meir með að fara strax að lyfta í hinum enda salarins.

Ég var að reyna að gera honum ljóst að ég (og flestir aðrir) er ekki í ræktinni til að spjalla við mann og annan og síst af öllu nenni ég að vera í 'small talk-i' við einhverja glataða gæja sem eru bara í gymminu til að hamast í kellingunum.

Ég held að hann hafi náð skilaboðunum undir lokin, greyið, því hann lét mig alveg í friði það sem eftir var æfingar.
Vonandi fer hann að einbeita sér að cardio skvísunum héðan í frá.

4 Comments:

Blogger Halla Sif said...

ahahaha..vá hvað ég hefði EKKI viljað vera þessi gaur!!! :D Sé í anda ííííískalt augnaráðið!!! hehe

5:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Ragnhildur.
Hef lesið bloggið þitt í dálítinn tíma og fannst vera orðið tímabært að kasta á þig kveðju. Manni líður hálfpartinn eins og gluggagægi að vera lesa blogg hjá fólki sem veit e.t.v. ekki af því að maður fylgist með því.
Pistlarnir þínir eru mjög skemmtilegir en þú ert auglóslega góður penni.
Hafðu það gott og gangi þér sem best með lokaverkefnið þitt.
Kveðja
Mína
ES: ekki væri nú verra að hittast e-rn tíman við tækifæri :-)

9:16 PM  
Blogger Anna Brynja said...

Bwahahahahahaha! Þvílík snilld! Þetta er svona gaur sem fer beint eftir ræktina í ávaxta- og grænmetisborðið í súpermarkaðnum og notar pikk öpp línur eins og "Nice Melons" !!

12:56 PM  
Blogger Naglinn said...

Blessuð Mína,
Gaman að heyra frá þér og gaman að þú kíkir í heimsókn á síðuna.
Ekki spurning að reyna að hittast við tækifæri þegar við erum báðar á Klakanum.
Hvenær kemur þú annars heim frá USA?

2:42 PM  

Post a Comment

<< Home