Website Counter
Hit Counters

Tuesday, July 11, 2006

Enn meiri hrakfarir...

Lesendur síðasta pistils, sem fjallaði nær eingöngu um veðrið, hafa væntanlega áttað sig á hversu súrt líf Naglans hefur verið undanfarið.
En síðustu helgi átti aldeilis að verða breyting þar á, en ég og Stephanie vinkona mín höfðum planað gæðahelgi í London, og ætluðum að vera í húsinu þeirra Ingibjargar og Chiaka en þau eru á Íslandi.
Okkur fannst við eiga þessa ferð svo sannarlega skilið eftir að hafa setið sveittar yfir ritgerðaskrifum.
Planið var að fara frá Guildford kl. 1700 á föstudag til að geta vaknað snemma á laugardeginum og tekið London með trompi.

En það varð aldeilis röskun á þessu plani okkar.

Á föstudagseftirmiðdag skelli ég mér í ræktina samkvæmt venju og þar sem ég er að undirbúa síðustu æfinguna þá missi ég 25kg lóðaplötu beint á stóru tána á vinstri fæti. Það fá engin orð lýst sársaukanum sem fylgdi í kjölfarið, enda gat ég ekki talað fyrsta kortérið fyrir sársauka. Það var hringt á sjúkrabíl og vessgú, Naglinn var keyrður út úr ræktinni í hjólastól og brunað upp á slysó. Þar var ég sett í röntgen og í ljós kom að táin var brotin. Henn var þá tjaslað við næstu tá, blóðið þurrkað og settar umbúðir. Þetta tók alveg heilar 10 mínútur en ég var búin að dúsa á biðstofunni í 4 klukkutíma takk fyrir takk. Ég var ekki komin heim fyrr en klukkan níu, gjörsamlega aðframkomin af hungri því ég hafði ég ekkert borðað síðan í hádeginu og það var ekkert ætt fyrir matvandan Naglann á spítalanum.
Gríðarlegur kvíði og angist bærði á sér yfir tábrotinu því Naglanum líkar ekki þegar truflun verður á æfingaplaninu. En það virðist sem það eina sem ég get ekki gert er að hlaupa og vera í háhæluðum skóm. Allt annað get ég gert sem er mikill léttir.

Ég ákvað að láta eitt lítið tábrot ekki stoppa mig í að fara til London enda búin að hlakka til alla vikuna að fara. Svo við stöllur drifum okkur á laugardagsmorguninn.

Þegar til London kom var nágranni Ingibjargar sem var með lykilinn að húsinu hvergi sjáanlegur né ínáanlegur í síma, enda hafði hún búist við okkur kvöldið áður.

Svo við fengum að geyma töskurnar hjá næsta nágranna og tókum stefnuna niður í bæ þar sem við áttum mjög skemmtilegan dag í Harrods, Piccadilly Circus, Soho, Covent Garden.
Ég var svolítið áhyggjufull að komast ekkert inn í húsið ef nágranninn hefði farið út úr bænum um helgina. . Stephanie var pollróleg yfir þessu öllu saman enda er hún frá Jamaica og algjörlega með 'Don't worry be happy' sýn á lífið. Hún var alltaf að segja mér að þetta myndi reddast allt saman. Og hún hafði rétt fyrir sér því lyklanágranninn hringdi loksins og lét okkur vita hvar lykillinn væri

Adam var samt ekki lengi í Paradís, því þegar við vorum á heimleið úr bænum reyndi ég að hringja í töskunágrannann, sem þá var horfin af yfirborði jarðar og svaraði engum símum, og var ekki heima þegar við komum til baka.
Við áttum pantað borð á ítölskum veitingastað kl. 21 og þegar við fórum úr húsi kl. 20.45 var hún ekki enn komin.
Allt málningadótið okkar og fínu fötin sem við höfðum ætlað að vera í um kvöldið, læst inni hjá nágrannanum.
Gaman gaman eða hitt þó heldur.
Sem betur fór höfðum við báðar farið hamförum í H&M um daginn svo við gátum verið svolítið pæjulegar á galeiðunni.
Reyndar lenti ég í því skammarlegasta ever þar inni (svosem í stíl við allt annað þennan daginn). Ég mátaði kjól sem var svona í þrengri kantinum, sem ég átti svo ekki séns að komast úr aftur sama hvað ég baksaðist. Það endaði með að ég þurfti að biðja afgreiðslustúlku um að hjálpa mér úr kjólnum.
Eins og ég sagði við hana: Hversu skammarlegt er þetta á skalanum 1 til 10?

Töskurnar fengum við svo eftir að við komum heim um miðnætti...og ekkert gagn í þeim fyrir utan tannburstann kannski.
En þrátt fyrir allar þessar hindranir, þá áttum við mjög skemmtilega helgi og skemmtum okkur konunglega yfir þessu öllu saman.
Maður getur alltaf hlegið að svona atvikum eftir á.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ji ég myndi segja að þetta kjóla atriðið fái 9,5 stig á skammarlega skalanum !
Úff leiðinlegt að heyra með tána á þér. Spurning um að henda sér bara inní einhverja plastkúlu svona "boy in the bubble" style myndir allavega sleppa við meiðsl í smá tíma.

Kv,

Elsa

10:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég held þú sért mesti klaufi í heimi :) Og ég veit hvernig þér leið í kjólaatriðinu, hef lent í því sama ;)

11:15 AM  
Blogger lou said...

ja hérna!!
vá hvað ég sé þig í anda í búningsklefanum :):) hahahha

8:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það á greinilega ekki af þér að ganga elskan mín...og við sem héldum að Kata væri klaufinn í hópnum :Þ....ég held að þú hafir náð að hrifsa þeim titli til þín like a candy from a baby...
Annars takk æðislega fyrir ammælis kortið :* ...og farðu nú varlega...

9:19 PM  
Blogger Skottan said...

OK nú get ég vorkennt þér en alls ekki þegar þú kvartar yfir hitabylgju!
Mér finnst þú hetja bara fyrir að hafa ekki lagst í götuna og grenjað við dyr nágrannans;-)
Farðu nú varlega með tásuna
kv
Svansa

6:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

múahahahahha,hefði viljað vera fluga á vegg þegar þú varst að reyna fara úr kjólnum elsku dúllan mín, phihihihihi.
Láttu þér annars líða vel, svo sjáumst við bráðum :D

kv.Kata

12:12 AM  

Post a Comment

<< Home