Website Counter
Hit Counters

Tuesday, May 16, 2006

Betur má ef duga skal

Ég biðst afsökunar á bloggleysi undanfarinnar viku en ég hef bara ekki stoppað síðan ég mætti á Klakann.
Rannsóknin gengur ágætlega en betur má ef duga skal og því bið ég alla sem vettlingi geta valdið að koma og taka þátt.

Annars er lítið að frétta svosem.
Helgin var mjög ljúf.
Á laugardagskvöld hittumst við stelpurnar í saumó ásamt Gunna og Snorra í grillveislu hjá mér í Hörgshlíð.
Við spiluðum Trivial Pursuit sem ég og Kata unnum með glæsibrag. Það var mikið hlegið og mjög gaman hjá okkur.
Við Snorri vöknuðum svo fáránlega snemma á sunnudagsmorgun, líkamsklukkan var greinilega ekki með á hreinu að það væri sunnudagur og því leyfilegt að sofa út. Svo við drifum okkur út í bakarí og keyptum bakkelsi, og áttum síðan kósý morgunverðarstund.

Næst þegar maður þjáist af þynnkubömmer getur maður alltaf hugsað til Eyþórs Arnalds, hans bömmer er alltaf verri en manns eigin.
The hangover from hell... já, þetta var dýrt fyllerí hjá honum!
Var það ekki annars hann sem söng "Ég, ég vil fá að lifa lengur..." sem var áróðurslag gegn umferðarslysum??

P.S Myndir úr afmæli Joshua Þórs og úr brúðkaupi Önnu og Gunna eru komnar inn á vefinn.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er sko búin í þessari könnun hjá Naglanum og þetta er ekkert mál allir að drífa sig.

12:32 PM  

Post a Comment

<< Home