Ice ice baby
Hvað er að gerast með þetta veður á þessu skeri?? Það var -1 gráða kl. 06 í morgun...það er 22. maí nota bene!
Á bömmer dauðans vegna óléttuspurningarinnar fór ég í fitumælingu á föstudaginn.
Niðurstaðan var 11% fita, sem verður bara að teljast nokkuð gott, sem þýðir að ég hef misst 6% fitu síðan í haust.
Svo ég hætti all snarlega að vera á bömmer og hætti líka við átakið mikla.
Ég er greinilega bara með svona náttúrulegan bumbumaga og get lítið gert í því.
Fórum í glæsilegt brúðkaup á laugardaginn hjá Þór og Guðlaugu. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Rvk og veislan var haldin í sal í Kópavogi.
Maturinn var geggjaður, kalkúnn og nautalund með allskonar girnilegu meðlæti. Svo var súkkulaði karamellukaka í eftirrétt.
Naglinn lét að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og fór margar ferðir á hlaðborðið.
Svo var dansað fram eftir nóttu. Ég var bláedrú en skemmti mér samt konunglega og dansaði eins og vitleysingur.
"Nemo saltat sobrius nisi forte insanit" (enginn dansar ódrukkinn nema ruglaður sé) er bara kjaftæði.
Gagnasöfnun fyrir rannsóknina gengur vel og mér sýnist að þetta ætti bara að nást allt saman, en fjölmargir hafa boðist til að taka þátt og er ég afar þakklát öllum sem hafa og ætla að taka þátt.
Þið eruð yndisleg!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home