Website Counter
Hit Counters

Friday, May 19, 2006

Sælla að gefa en þiggja

Ég gaf blóð í gær í fyrsta sinn.
Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir að hafa loksins drifið í því en hingað til hef ég ekki lagt í þetta sökum gríðarlegrar sprautu- og nálahræðslu.
En Ingunn og Birna systir hennar voru með mér og það munaði miklu að hafa móralskan stuðning á meðan á þessari hörmung stóð.
Þetta var síðan ekki eins hræðileg lífsreynsla og ég hafði gert ráð fyrir, þó að ég hafi ekki verið mikill nagli á meðan þessu stóð. Ég passaði bara að líta aldrei á nálina né blóðpokann.
Nú get ég samt ekki beðið eftir að gefa aftur blóð.
Hjúkkan sagði að ég væri eðal-blóðgjafi, með lágan blóðþrýsting, lágan hvíldarpúls, stálhraust og með svo flottar og þykkar æðar að þær væru eins og blóðkranar eins og hún orðaði það.
Fyrir utan það að ég er í O mínus, sem gengur í alla.
Það voru víst tveir sjúklingar á Landsanum í gær sem voru að blæða út, svo vonandi gátu þeir notað mitt blóð, eða Ingunnar og Birnu og þá höfum við kannski bjargað mannslífi. Geri aðrir betur!!
Ingunn og Birna, við erum hetjur!!

Ég hitti gamlan kunningja úr ræktinni í Hreyfingu í gær sem benti á magann á mér og spurði hvort ég væri ófrísk.
Já gott fólk, þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða áhrif þessi spurning hafði á mig. Nú ætla ég í átak dauðans þangað til ég fæ rennisléttan maga.
Þar sem ég er frekar ströng við sjálfa mig þá er svolítið erfitt að gera dramatískar breytingar, en ég held að eftirfarandi ætti að virka: Enginn nammidagur meir, taka brennslu aftur seinnipartinn eftir lyftingaæfingu, sleppa sojamjólkinni og rúsínum út á hafragrautinn og rösk ganga í hádeginu.
Allar hugmyndir um átaksaðgerðir eru vel þegnar.
Það er ekki gaman að hafa gengið um bæinn undanfarið með lafandi vömb svo fólk hefur haldið að ég sé með barni.
Grátur og gnístran tanna!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta og takk fyrir síðast.

Gott hjá þér að gefa blóð :)

Spurðirðu ekki gamla félagann með óléttuspurninguna hvort hann væri blindur???

Kaffi fljótlega?

10:44 AM  
Blogger Naglinn said...

Takk sömuleiðis skvís. Takk fyrir þátttökuna.

Ekki spurning, kaffi bara sem fyrst.
Burns kemur á mánudag í rannsókn, virkjum hana með okkur ásamt Thorlacius.

11:34 AM  
Blogger Anna Brynja said...

Hæ skvísa!
Gaman að rekast á síðuna þína - er oft frekar heft í þessum blogglesningum en ætla svo sannarlega að koma og kíkja oftar á þína!
Til hamingju með blóðkranastimpilinn - þvílíkt dugleg og hemmhemm spark í rassinn fyrir okkur hin ;o)
Kær kveðja,
Anna Brynja

12:50 AM  

Post a Comment

<< Home