Skjotari en skugginn að skjota
Það er lítið að frétta úr lífi Naglans þessa stundina.
Dagarnir hafa aðallega farið í æfingar, rannsóknavinnu og úrvinnslu gagna.
Svo ég er nánast allar vökustundir niðri í Hreyfingu.
Tók svakalega brjóstæfingu í gær.
Fór létt með 55 kg í bekknum, en gekk samt ekki nógu vel með 60 kg sem er takmarkið mitt.
En þetta er allt að koma, og það er kreatíninu að þakka, það er algjört undraefni.
Þvílíkar bætingar á nokkrum mánuðum.
Ég hef ákveðið að taka mér drykkjupásu fram að Þrekmeistaramótinu í nóvember og einbeita mér að æfingunum.
Ekki það að ég hafi verið eitthvað öflug í drykkjunni undanfarið, en ég finn alltaf fyrir því á æfingu á mánudegi ef Bakkus hefur verið dýrkaður helgina áður, alveg sama í hve litlu magni það er.
Mér finnst nefnilega alltaf svekkjandi að geta ekki gefið mig 100% í hverja æfingu og verð bara pirruð, aðallega út í sjálfa mig.
Dagskráin framundan er afmæli í kvöld hjá Elínu og Elsu og svo brúðkaup Þórs og Guðlaugar á laugardaginn.
Ætli maður kíki ekki með öðru auganu á Sylvíukvikindið í kvöld í afmælinu, annars hef ég nákvæmlega engan áhuga á þessari keppni.
Til hamingju með afmælið, elsku Elín og Elsa!
3 Comments:
Takk fyrir það hlakka til að sjá ykkur á eftir.
Kv,
Elsa
Sjáumst í á eftir...var að fá sms frá blóðbankanum þannig að það vantar greinilega blóð þannig að það má ekki klikka á þessu á eftir...C U :D
Ég mæti með ykkur, ekki spurning!
Enda búin að vera á leiðinni lengi en ekki þorað.
Það þýðir ekki að þykjast vera Nagli en geta svo ekki gefið blóð út af nálahræðslu og aumingjaskap.
Post a Comment
<< Home