Website Counter
Hit Counters

Tuesday, May 23, 2006

Krakkaormur

Ég var að hlusta á Gísla Martein í útvarpinu áðan og hann var m. a. að tala um leikskóla-og grunnskólamál borgarinnar.
Margt sem hann sagði var mjög gott, og leist mér vel á stefnu þeirra Sjálfstæðismanna um að leysa fyrst mannekluvandann og lækka leikskólagjöld um 25% og tryggja að allir fái leikskólapláss, frekar en að gera þá gjaldfrjálsa og enginn til að sinna börnunum.
Ekki misskilja samt að ég sé orðin stuðningsmanneskja bláu handarinnar.
Það fór ekkert smá í taugarnar á mér að Gísli Marteinn talaði alltaf um "krakka" en ekki "börn", sem mér finnst alltaf vera niðrandi orð sem maður notar um börn sem eru óþekk eða pirrandi.

Ég er líka búin að kjósa. Snorri þurfti nefnilega að kjósa utankjörstaðar því hann fór aftur til Edinborgar í morgun, svo ég notaði tækifærið og kaus bara líka til að sleppa við geðveikina á laugardaginn.
Mér fannst frekar einkennilegt að maður setur undirritaðan miða með nafninu manns og lögheimili með kjörseðlinum í kassann. Reyndar er kjörseðillinn í sér umslagi en mér er alveg sama, það er ekkert mál fyrir óprúttna að kíkja á hvað maður kaus.
Ekki það að mér væri ekki sama þó það gerðist, og býst ekki við að gsm-inn minn verði hleraður af ríkisstjórninni vegna þess hvaða flokk ég kaus.

Lifi lýðræðið!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sniðug að vera búin að kjósa !

Annars held ég að samfylkinginn sé að leggja mig í einhverskonar sms einelti fæ 2 stykki á dag liggur við... Meðal annars um umræddan gjaldfrjálsan leiksskóla er sammála þér og Gísla M um það málefni.

Annars til heyri ég þeim merka kjósendahópi "Einhley barnlaus kona 108 rvk" ekki mikið verið að höfða til manns. Er eiginlega komin með ógeð á þessum kosningum fór í kringluna í gær og þar voru frambjóðendur á hverju horni það var bara hausin niður og arkað áfram.

Kv,

Elsa

4:53 PM  
Blogger Skottan said...

Heyrðu heyrðu!! Þú ert EKKI með Bumbu og óléttuspurningin hefur örugglega komið vegna þess að þú ætlar að hætta drekka og varst edrú í brúðkaupinu, og hananú!
Mér finnst í lagi að gera síðasta árið á leikskóla gjaldfrjálst. Þá hefst kennslan sem nýtist börnunum í fyrsta skólaárið og svona upp á félagsþroskann.
En þar sem ég er líka í 108 hópnum hennar Elsu finnst mér kosningamálin í ár frekar leiðinleg.

6:32 PM  
Blogger Naglinn said...

Nei óléttuspurningin hafði ekkert með bindindið að gera heldur var bent á magann á mér "Hva er eitthvað að gerast"?

Annars hef ég ekki mikinn áhuga á þessum flokkum, meiri áhuga á fólkinu og málefnunum.
Ég er fegin að vera bara búin að kjósa og þurfa ekkert að spá í þessu meir.

10:56 AM  

Post a Comment

<< Home