Back to the land of ice and snow
Helgin var þvílík snilld.
Laugardagskvöldið var tekið með trompi með Lovísu og Danny.
Við hittum þau á pöbb niður í bæ og svo fórum við út að borða á indverskan þar sem maturinn var sjúklega góður.
Án efa besti indverski matur sem ég hef prófað í langan tíma.
Eftir mat var kíkt í nokkra drykki á öldurhúsum Edinborgar.
Tvær bíóferðir voru farnar um helgina, á Transamerica og M:I III. Báðar góðar, hvor á sinn hátt.
Svo átti Lúlli litli laukur (a.k.a Snorri Steinn) ammæli í gær og er hann nú orðinn 31 árs gamall. Örvasa ellismellur!!
Ég kom til baka frá Edinborg í gær og fer í dag heim til Íslands, svo ég telst fullgildur meðlimur í þotuliðinu þessa dagana.
Ég hlakka til að sjá ykkur á Fróni.
P.S Myndir frá helginni koma inn fljótlega en fyrir óþolinmóða þá bendi ég á heimasíðuLovísu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home