Website Counter
Hit Counters

Thursday, May 04, 2006

Sumar og sol

Það er búið að vera þvílíkt veður í Guildford í dag, 25 stiga hiti og ekki skýhnoðri á himni.
Ég er búin að vera að kafna úr hita í allan dag, þetta er eiginlega 5 gráðum of heitt fyrir minn smekk.
Mér líður ekki vel þegar hitastig fer mikið yfir 20 gráðurnar, ég er algjör Íslendingur.
Enda eru 20 gráður skilgreindar sem hitabylgja á Íslandi.

Það var ekkert af fólki í ræktinni seinnipartinn, bara við þessi allra hörðustu.
Hinir aumingjarnir hafa frestað æfingu vegna veðurs.

Flug til Edinborgar í kvöld og gæðahelgi framundan í faðmi míns heittelskaða.

Sólarkveðjur frá Surrey sýslu,

Naglinn

1 Comments:

Blogger Skottan said...

Ég hlusta(les) sko ekkert á kvart um 25 stiga hita góða mín! Helgin var reyndar fín á fróni, 18 stiga hiti í henni Reykjavík. Svo fer pottþétt að rigna þegar prófin klárast!

sumarkveðja til þin

4:11 PM  

Post a Comment

<< Home