Website Counter
Hit Counters

Wednesday, February 01, 2006

Gratur og gnistran tanna

Ég átti afar einkennilegar samræður við kunningja minn í ræktinni í gær.
Þannig var að við vorum að spjalla saman um æfingafélaga, hvað það væri hvetjandi o.s.frv. Hann var að spyrja mig um minn æfingafélaga en ég hef nokkrum sinnum æft með einum gæja sem er flugmaður. Þegar hann er ekki að fljúga, sem er ekki oft, og það hefur hentað okkur báðum þá höfum við tekið á því saman.
Fyrrnefndur kunningi var einmitt að segja mér að hann væri sjálfur kominn með æfingafélaga en hann hefur hingað til æft einn eins og ég. En hann sagði samt að það væri einn hængur á, og sá væri að félaginn gat bara mætt tvo daga í viku en kunningi minn er í geðveikinni með mér og æfir á hverjum degi. Svo ég spyr auðvitað hvernig á því standi að félaginn geti ekki mætt oftar. Kunninginn segir mér þá að kærasta æfingafélagans leyfi honum ekki að fara oftar og þau séu búin að semja um að hann fari bara tvo daga.
Ég varð auðvitað kjaftstopp og spurði gæjann hvort þetta væri djók eða hvað??? Nei, nei, aldeilis ekki. Kunninginn var grafalvarlegur og sagði að hann ætti sjálfur við sama vandamál að stríða en hann skilur kærustuna sína eftir grátandi heima á hverjum degi þegar hann fer í ræktina. Hann hefur margoft spurt hana hvort hún vilji ekki koma með honum en það vill hún ekki. Hún vill bara ekki að hann sé að fara og skilja hana eftir eina. Hann hlustar ekki á þessi rök hennar og fer samt en eftir situr kærastan með sárt ennið heima og skælir.
Ég þurfti nánast á áfallahjálp að halda eftir þessar lýsingar kunningjans.

En ef við pælum aðeins í þessu:

Í fyrsta lagi er ekki eins og maðurinn sé að fara á pöbbinn og drekka sig blindfullan með félögunum, eða í dóppartý að sprauta sig. Hann er að fara í RÆKTINA, hann er að hugsa um heilsuna sína og gera eitthvað uppbyggilegt.

Í öðru lagi spyr ég, á kærastan engar vinkonur og ekkert líf?? Þvílíkt dapurt eintak verð ég að segja. Ég meina, sitja þau bara tvö saman heima og um leið og hann vogar sér að fara út úr húsi þá hrynur hennar þrönga veröld?? Ég næ því ekki af hverju hún fer ekki með honum í gymmið eða notar tækifærið og hittir vinkonur sínar á meðan.

Í þriðja lagi þá get ég ekki séð að svona samband gangi upp þar sem ekki er stuðningur við það sem hinn aðilinn er að gera, sérstaklega þegar um er að ræða heilsusamlegar athafnir.

Ég er ansi hrædd um að Snorri minn myndi verða alvarlega þunglyndur MJÖG fljótlega ef hann grenjaði í hvert skipti sem ég fer í ræktina. Greyið, alltaf rauðþrútinn og grátbólginn.
Ég væri nú líka fljót að taka mal minn og hypja mig ef ég þyrfti að hlusta á eitthvað helvítis nöldur og kjaftæði yfir að ég væri að fara í RÆKTINA af öllum stöðum.

Já sumum stúlkum er bara ekki viðbjargandi. Þær eignast kærasta og hengja sig bara á hann, gera ekkert annað og hann verður bara miðpunktur tilverunnar.
Þvílíkt ósjálfstæði og sorgleg staða segi ég nú bara og skrifa.

5 Comments:

Blogger lou said...

jesús. greyið stelpan. það bara HLÝTUR að vera einhver hidden meaning á bakvið þetta, varla er það BARA ræktin sem hún er að grenja yfir.. vonandi er það þá frekar illilegt þunglyndi.. betra en að hún sé sækó bitch ;)

2:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skrýtið maður, hefði einmitt haldið að hún myndi fagna því að maðurinn væri í leikfimi.!!!
Vill greinilega ekki eiga flottann mann ég er viss um að hún sé með einhverja fegurða complexa verður pottþétt að vera flottari aðilinn í þessu sambandi ;)

5:29 PM  
Blogger Naglinn said...

....eða að hún er foxljót og ekki að meika að gæinn sé að reyna að vera vöðvastæltur og flottur. Hún heldur örugglega að hann fari frá henni fyrir einhverja aðra gellu í gymminu eða eitthvað...hver veit hvað brýst um í heilabúinu á svona kexrugluðum fermingarpíum. Sé hana alveg fyrir mér, illa bresk í ljósu gallapilsi, engum sokkabuxum með gullhringi í eyrunum og í dúnúlpu. Alveg sorglega týpan!!!

5:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

KRÆST!!! þetta hlýtur að vera grín... vá er fólk alveg trubblað!!? Í hennar augum er ræktin greinilega svona deitingpleis eða höstlstaður! vá maður..sumt fólk!! Skil vel að þú hafir átt í erfiðleikum með að halda andliti! úff púff..

5:01 PM  
Blogger Skottan said...

Ég veit um tilvik þar sem pía elti gæjann í gymið og horfði á hann í tækjunum. HVAÐ ER AÐ? Djöfull hlýtur fólk að vera leiðinlegt ef það getur ekki fundið sér eitthvað annað að gera, eða þraukað með sjálfum sér nokkra tíma á dag. Ég á bara bágt með að trúa að einhver láti ráðkast svona með sig.
Og Ragnhildur, hættu að kvarta þú hefur fallegt hár!!

10:47 PM  

Post a Comment

<< Home