Website Counter
Hit Counters

Friday, February 03, 2006

Fredag

Jamm og jæja!
Það er kominn föstudagur og ekkert meira um það að segja.
Það stefnir í leiðinlegustu helgi EVER þar sem ritgerðaskrif verða allsráðandi.
Planið var að fara í bíó með Stephanie í kvöld að sjá Munich en þessir fávitar í kvikmyndahúsinu hér í Guildford eru hættir að sýna hana. Það er náttúrulega ekki alveg í lagi með liðið!! Það var verið að tilnefna hana til Óskars í vikunni og þeir skipta henni út fyrir einhverja skelfilega mynd með Jennifer Aniston og hinum útbrunna og vonda leikara Kevin Costner. Forgangsröðin er greinilega ekki alveg í lagi.

Annars gerði ég prufukeyrslu eða svokallaða "pilot study" í gær á MsC rannsókninni minni og það gekk bara sæmilega. Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir að byrja á henni fyrir alvöru. Það er nettur kvíðahnútur í mallanum þar sem ég hef aldrei gert rannsókn áður en ég hlakka til að takast á við þetta verkefni samt sem áður. Svo verður fróðlegt að sjá hverjar niðurstöðurnar verða.

Góða helgi snótir og snáðar!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rumor has it var alveg ágæt stóð fyrir sínu sem pjúra amerísk sápa...reyndar er Kevin Costner soldið creepy og ekki hefði ég lyst á að sofa hjá sama manni og Amma mín og Mamma en það er bara ég.

Er að fara að skella mér á Walk the line eftir circa 30 mín hlakka til

5:27 PM  
Blogger Naglinn said...

Sá Walk the Line í Edinborg og þvílíka snilldin. Reese Witherspoon fer vanalega í taugarnar á mér en hún sýndi snilldartakta í þessari mynd og Joaquin Pheonix náði kallinum ekkert smá vel, bæði í fasi og söng.

10:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já hún var nokkuð góð fannst mér rosalega góður leikur og tónlistinn skemmtileg :)

10:51 AM  

Post a Comment

<< Home