Website Counter
Hit Counters

Friday, July 21, 2006

TGI Friday

Jahérna hér, bara kominn föstudagur áður en maður veit af.

Það hefur vægast sagt verið heitt hér í Bretlandi undanfarna viku.
Á miðvikudag var beinlínis ólíft hérna, enda fór hitinn víst upp í 36 gráður hérna rétt hjá. Það er næstum líkamshitastig!
Ég er búin að gera nokkrar heiðarlegar tilraunir til að fara í sólbað, en ég endist yfirleitt ekki lengur en 5-6 mínútur yfir hádaginn. Það er ekki fyrr en um kl 18 sem hitastigið er orðið bærilegt til sóldýrkunar.
Annars hef ég ekki haft mikinn tíma fyrir slíkan hégóma, því ritgerðin tekur upp allan minn tíma enda nálgast lokaskiladagur eins og óð fluga.
Annars er það að frétta að Breska ríkisútvarpið (BBC) ætlar að senda systur mína til Beirút á morgun til að flytja fréttir af stríðsástandinu þar. Móður okkar líst nú ekkert á það fyrirkomulag og satt best að segja stendur mér nú ekki alveg á sama heldur. En það er ekki eins og að hún sé að fara að valsa um göturnar og djamma með Hizbollah-félögum.
Fréttamennirnir eru víst mjög verndaðir og klæðast skotheldum vestum og hjálmum og hún verður með tvo öryggisverði.
Ég gæfi nú ýmislegt fyrir að sjá systur mína í fullum herklæðnaði.

Helgin lítur vel út, því Kata vinkona er að koma í heimsókn til mín.
Við stöllur ætlum að eyða helginni í London og taka borgina með trompi.
Það stefnir í mikið stuð hjá okkur, með tilheyrandi búða-og markaðarápi, dinner og pöbbarölti.

Góða helgi öllsömul!

1 Comments:

Blogger Anna Brynja said...

Hæ skvís og takk fyrir vörkát peppið! Jemundur eini - það hlýtur að vera alger ógjörningur að æfa úti þessa dagana! Það er varla hægt að gera nokkuð í svona mollu!
Gangi þér vel að klára skrifin!

11:30 PM  

Post a Comment

<< Home