Næstum buin....
Glæsileg helgi að baki.
Við Kata áttum frábæra tvo daga saman í London.
Tókum túristapakkann á laugardaginn með tilheyrandi bæjarferð og þrammi um stræti Lundúna.
Eftir góða tvo tíma í Topshop voru kreditkortin straujuð og skvísurnar orðnar vel dressaðar.
Gallipolli um kvöldið í tyrkneskt mezze sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
Með vel kýlda vömb fórum við á pöbbarölt og enduðum á King's head sem er alltaf með live tónlist, þar sem við kynntumst 'Tim who eats money' og bauð okkur í glas allt kvöldið.
Það kom svo í ljós að Tim var meira upp á karlhöndina, eins og okkur grunaði, svo við þurftum ekki að óttast að verða rukkaðar um veigarnar í blíðu.
Sunnudagurinn fór í að tjasla sér saman eftir ævintýri næturinnar og síðan var haldið upp í Camden og markaðurinn þræddur vel og vandlega.
Nú er ritgerðarkvikindið bara komin á kopinn og ég vonast til að geta skilað henni á fimmtudag eða föstudagsmorgun í síðasta lagi.
Svo er það bara gamli góði Klakinn á föstudagskvöldið og ég hlakka mikið til.
Alltaf gaman á Íslandi á sumrin.
Jæja, áfram með smjörið!!
1 Comments:
Ohhhh það er svo æðislegt í London - strax farin að sakna hennar eftir 3 ára búsetu !! En það er satt með Ísland, gott að koma í HEIMSÓKN ... that´s about it! Til lukku með ritgerðarkvikindið - besta tilfinning í heimi að klára svona erfiðan púka!
Post a Comment
<< Home