Website Counter
Hit Counters

Monday, May 01, 2006

We'll be rocking till the sun goes down....

Þrátt fyrir ljótt útlit á föstudag rættist bara úr þessari helgi.

Þar sem ég var búin að sitja og skrifa eins og hóra alla síðustu viku þá var ritgerðin bara orðin nokkuð settleg fyrir helgi.
Svo ég gat leyft mér að skella mér til London á laugardagskvöldið, en pabbi var einmitt í heimsókn hjá Ingibjörgu og Chiaka yfir helgina. Ég gisti hjá þeim fram á sunnudag.
Við byrjuðum daginn á að fara öll saman í ræktina, pabbi og Joshua fóru í laugina og við hin fullorðnu hristum skankana í gymminu.
Svo gerðumst við menningarleg og fórum á Natural History Museum, og síðan í Hyde Park að skoða Díönu minnismerkið.
Það er svona lækur sem rennur í hring, mjög stílhreint og flott.

Það var alveg nauðsynlegt að komast aðeins í burtu frá Guildford, enda er þetta ekki beint "the happening place".
Fyrir utan að það var enginn heima um helgina nema beturvitinn, og ég gat ekki hugsað mér návist hans alla helgina.

Ritgerðinni verður svo skilað á morgun, mér til mikillar ánægju. Hvort ég fækki fötum samt er óvíst, þar sem nekt á almannafæri er víst bönnuð með lögum.

Stefnan er svo tekin á fallegustu borg norðursins á fimmtudag þar sem minn heittelskaði bíður mín, ákaflega rómantískt allt saman.
Lovísa og Danny ætla að heimsækja okkur á laugardag, og verður það eflaust mikið fjör, enda aldrei leiðinlegt þegar luftgítardrottningin er annars vegar.

Lifi rokkið!!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

WAAAAAAAAA mig langar að hitta ykkur líka...buhuhuuu... :( Þið verðið að LOFA að djamma heví og fá ykkur einn eða jafnvel tvo drykki fyrir mig! ok? ;)

11:08 PM  
Blogger Naglinn said...

Ekki málið esska'
Við förum létt með að skella í okkur nokkrum aukalega.

Væri samt gaman að hafa þig með, stuðboltann sjálfan.

Við tökum bara vel á því allar saman í 6-C hittingnum í sumar í staðinn ;-)

9:25 AM  
Blogger lou said...

úúú helvíti líst mér vel á titilinn minn :)

aww já það væri gaman að hafa eibs.. við sturtum í okkur henni til heiðurs!

1:43 PM  

Post a Comment

<< Home