Website Counter
Hit Counters

Monday, April 24, 2006

Dancing naked in the streets

Frábær helgi að baki en við skötuhjúin héldum okkur í London hjá Ingibjörgu og Chiaka. Við áttum að passa Joshua á laugardagskvöldið því foreldrar hans ætluðu í fertugsafmæli. Við nánari athugun boðskortsins kom hins vegar í ljós að boðið byrjaði kl 13.00 en ekki kl. 20.00 eins og systir mín hafði áætlað.
Svo Joshua gat farið með í afmælið enda var það haldið snemma svo fólk gæti komið með afkvæmi sín.

En þar sem við Snorri vorum nú einu sinni mætt á svæðið til að passa fannst okkur nú alveg ómögulegt að passa ekki eitthvað smá. Svo við vöknuðum snemma á laugardagsmorguninn, skelltum okkur í rækt og sund, og tókum svo Joshua út að leika svo Ingibjörg gæti sofið lengur.

Restinni af deginum eyddum við svo á nýja uppáhaldsstaðnum okkar í London: Borough market, svo fórum við í ekta túristaferð að skoða Westminster Abbey, Big Ben og London Eye því að ótrúlegt en satt, þrátt fyrir fjölmargar Londonferðir hafði hvorugt okkar hafði komið á þessa staði.
Semsagt frábær dagur, enda geggjað veður, glampandi sól og 20 stiga hiti.

Ég hef endurskoðað planið um 1000 orð á dag...það var fullmikil bjartsýni og nú teljast 500 orð gott dagsverk.
Það eru hörmulegir tímar framundan en næsta vika mun eingöngu fara í smíði ritgerðar, fóðrun, svefn og rækt.

Mikið verð ég fegin þegar ég skila henni af mér...ég mun dansa nakin um göturnar af gleði.


Ragga strípalingur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home