Vorið er komið og grundirnar groa...
Loksins er vorið að koma eftir langa bið.
Það er farið að hlýna verulega og það er bjart alveg til kl. 20 á kvöldin. Reyndar eru dreggjar vetrarins ennþá ekki alveg farnar því það var frost í morgun en það er allavega búið að vera sól síðustu vikuna sem er ágætis tilbreyting frá skítaveðrinu sem var hérna allan mars.
Nú er allri kennslu lokið svo ég fer ekki meira í skólann til að fara í tíma. Nú er ég bara að vinna í ritgerðinni og að undirbúa rannsóknina sem ég þarf að fara að byrja á skv. kennaranum mínum. Hann er orðinn eitthvað óþolinmóður, svo ég verð að drífa í að koma henni á laggirnar áður en ég fer heim á Klakann um páskana.
Mikið leiðist mér heimskt starfsfólk.
Til dæmis í ræktinni vinna nokkrir vanvitar sem eru bara sóun á plássi, ekki deginum eldri en 12 ára og hafa ekki hundsvit á neinu sem heitir líkamsrækt.
Um daginn bað ég eitt svona kvikindi að 'spotta' mig í bekknum og það munaði engu að dagar mínir væru taldir þann daginn. Þar sem ég rembdist undir stönginni að reyna að koma henni upp, þurfti ég að garga á lofthænuna að nú væri ágætis tími til að grípa inn í áður en ég missti stöngina á bringuna.
Hún stóð bara yfir mér, horfði út í loftið, tuggði jórturleðrið af krafti og áttaði sig engan veginn á þessu nýja hlutverki sínu.
Svo í gær hélt ég að ég væri búin að týna ströppunum mínum, fann þá hvergi en var viss um að ég hefði tekið þá upp úr pokanum þegar ég byrjaði að æfa.
Svo ég fer í afgreiðsluna og spyr fermingarfræðslu drenginn sem var að vinna hvort einhver hefði komið með strappa sem hefðu fundist á gólfinu. Hann horfði á mig með tómu og sljóu augnaráði og í einhverju paniki leit undir borðið og sagðist ekki hafa séð neitt. Svo ég spurði hvort hann ætti auka strappa til að lána mér. Hvað haldiði að félaginn hafi gert??? Hann fór í sjúkrakassann og náði í sárabindi!!! Hann vissi semsagt ekki hvað strappar voru og þykist svo vinna í líkamsræktarstöð.
Svona hlutir geta pirrað mig endalaust mikið. Ég veit að ég er með mjög lágan þröskuld!!
Anger management námskeið...anyone??
3 Comments:
LOL
En hvað er að spotta? og til hvers eru strappar ;) ?
heheh nákvæmlega hvað er að spotta og hvað eru strappar. Hef heyrt um "Strap on" en að strappa alltaf heyrir maður eitthvað nýtt og hvað meinaru ég hef alltaf litið á þig sem mjög þolinmóða manneskju ;)
Hlakka til að sjá þig um páskana
Ykkur er fyrirgefin fáfræðin enda vinnið þið ekki í gymmi.
Að 'Spotta' er að aðstoða manneskju sem er að lyfta mjög þungu við að lyfta síðustu 1-2 lyftunum. Þannig að viðkomandi 'spottar' hvenær lyftingamanneskjan er farin að ströggla og 'spottar' við að koma lóðunum upp (eða niður).
Strappa notar maður aðallega í bakæfingum og aðeins í lappaæfingum, semsagt æfingar sem felast í að draga þyngdina að manni. Þá er handgripið oft ekki nógu sterkt fyrir þyngdina, þá notar maður þartilgerða strappa, sem eru settir utan um úlnliðinn og endinn vafinn utan um stöng eða handlóð.
Skil jú??
Hlakka líka mikið til að koma heim um páskana og hitta ykkur allar, er alveg að telja dagana núna.
Post a Comment
<< Home