Website Counter
Hit Counters

Wednesday, April 19, 2006

Aftur komin til Guildford

Jæja, þá er maður kominn aftur til Guildford eftir dásamlega dvöl á landinu Ísa með tilheyrandi veisluhöldum og annarri gleði.

Brúðkaup Önnu og Gunna var hið glæsilegasta í alla staði.

Athöfnin var mjög falleg og passlega löng. Presturinn var hress og kátur en mætti nú alveg dusta rykið af biblíunni og rifja upp Faðir vorið, þar sem það virðist hafa skolast aðeins til hjá honum.

Maturinn var geggjaður, sjávarréttahlaðborð af bestu gerð, og Naglinn tók vel til matar síns.
Ég fór meira að segja í kappát við Mikka kærasta hennar Kötu og vil ég meina að það hafi verið jafntefli í þeim slag þó það séu ekki allir sammála mér með þá túlkun á úrslitunum.
Þótt hann hafi farið fleiri ferðir, þá fyllti hann diskinn af tómum kaloríum eins og káli og ávöxtum sem teljast ekki með í svona keppni.
Svo var ég líka sneggri að klára af disknum, svo ég hafði hann allavega undir í hraða og snerpu.
Svo fór ég í afganga á mánudagskvöldið, svo í raun borðaði ég meira en Mikki af veislumatnum...bara yfir lengri tíma!
Svo ég vann kappátið eiginlega.

Eftir veislumatinn tók síðan við mikið fjör, með tónlistaratriði og allir drifu sig út á dansgólfið.
Vel var veitt af fljótandi veigum enda veislugestir orðnir miður prúðir undir lokin og farnir að teyga rósavínið af stút.

En í alla staði glæsileg veisla og óska ég að brúðhjónunum innilega til hamingju og megi gæfan fylgja þeim.

Takk fyrir mig, Anna og Gunni.

Það var rosa gott að koma heim til Íslands og hitta ættingja og vini þó stutt væri stoppið í þetta skiptið.
Maður gerði sér ekki grein fyrir hvað maður var farinn að sakna vinanna og fjölskyldunnar.

Við lentum samt í veseni við að komast aftur út.
Við áttum pantað flug á mánudagskvöld en flugvélin bilaði og við þurftum að bíða til þriðjudagsmorguns.
En það var hálfgert lán í óláni því pabbi var að fara út með sömu vél svo við gátum öll verið samferða.
En hins vegar kom það sér afar illa fyrir okkur bæði að missa svona heilan dag sem hefði getað farið í lærdóm.
Sérstaklega fyrir Snorra greyið sem á að flytja verkefni á fimmtudaginn.

Svo nú tekur alvara lífsins við með ritgerðarskrifum og rannsóknarvinnu og eins gott að láta hendur standa fram úr ermum.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, brúðkaupið var glæsilegt í alla staði og mikið rosalega var gaman að hitta þig eftir allan þennan tíma...until next time...koss og knús.

9:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

hey virkaði Grey´s hjá þér?

12:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk sömuleiðis!!
Frábært að sjá ykkur og hafa ykkur með okkur í brúðkaupinu..
Kv.
Frú Anna María og Hr. Gunnar Freyr ;)

8:15 PM  
Blogger Naglinn said...

Æðislegt brúðkaup og þú Anna María varst svooo glæsileg þó ég hafi ekki sýnt það með tárum í kirkjunni....enda grætur Naglinn ekki!!

Nei Gray's virkaði ekki...grátur og gnístran tanna. Ég er samt ekki búin að gefa upp alla von. Ætla að fokka aðeins í þessu meira og sjá hvort ég reddi þessu ekki.

Sakna ykkar allra helmingi meira núna. En við sjáumst vonandi í maí.

8:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

mundu google is your friend og allt það, það hlýtur að koma upp villumelding googlaðu hana og láttu mig vita kannski að maður geti reddað þér..

11:27 AM  
Blogger Naglinn said...

Málið er að það gerist bara EKKERT þegar ég set diskinn í tölvuna. DVD playerinn opnast ekki eins og hann gerir alltaf sjálfkrafa þegar ég set disk í. Engin villumelding eða neitt.

5:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

en opnast geisladrifið?

2:24 AM  

Post a Comment

<< Home