Website Counter
Hit Counters

Monday, April 03, 2006

Nyjasta nytt

Ég biðst afsökunar á bloggleysi liðinnar viku. Það er búin að vera þvílík geðveiki í gangi á lokasprettinum í verkefnaskilum fyrir annarlok. EN sem betur fer er öll kennsla og tilheyrandi ritgerðaskrif og verkefnavinna búið núna og ég get farið að einbeita mér eingöngu að MsC verkefninu.

Helgin var stórkostleg. Snorri var hjá mér alla síðustu viku og við enduðum dvölina hans á yndislegri helgi í London. Ingibjörg og Chiaka og Joshua Þór fóru til Frakklands í viku, þannig að við vorum með húsið nánast út af fyrir okkur. Reyndar er vinkona Ingibjargar búin að búa hjá þeim í 2 mánuði en það fór ekkert fyrir henni svo við vorum eiginlega bara ein.
Við fórum á Borough market á laugardaginn, sem var algjör snilld enda finnst mér alltaf mjög gaman á matarmörkuðuðum.
Svo kíktum við tvisvar í bíó um helgina á Romance & Cigarettes og Inside Man. Báðar MJÖG góðar en MJÖG ólíkar myndir.

En allt gaman tekur enda og nú er ég aftur orðin grasekkja í Guildford...snökt snökt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home