Eignunarkenningin
Það er magnað hvað hegðun manns hefur áhrif á skoðanir annarra á persónuleika manns.
Ég fór að pæla í þessu eftir nokkur fyndin atvik með sambýlingum mínum þar sem þau hafa ekki trúað ýmsu upp á mig sem ég gerði bara einhvern veginn ráð fyrir að þau vissu.
Í fyrsta lagi héldu þau að ég væri bindindismanneskja....já einmitt!!!
En þau hafa aldrei séð mig fara út að skemmta mér enda hef ég bara dottið í það tvisvar eftir að ég byrjaði í skólanum í haust og bæði skiptin var ég í burtu.
Ég hef hreinlega ekki áhuga á að fara á djammið í þessum rotna bæ, enda álíka stemmning eins og á skólaballi á Raufarhöfn. Gargandi smápíkur í pilsum í beltissídd, berleggjaðar í nepjunni. Já nei takk.
Þegar ég var nú búin að leiðrétta misskilninginn og ég ætti það nú til að bragða áfengan dropa af og til sagði ég þeim að þeirri athöfn fylgdu "félagslegar reykingar" þá veit ég ekki hvert þau ætluðu.... og neituðu að trúa að ég hefði smögað pakka á dag í gamla daga. "But you are so healthy???" "You are lying, I could never imagine you smoking?".
Svo héldu þau að ég hefði verið voða sporty týpa frá blautu barnsbeini. Svo ég sagði þeim frá frammistöðu minni í hlaupaprófinu í MR í gamla daga sem fólst í að hlaupa 2 hringi í kringum tjörnina. Það tók mig 15 mínútur (var síðust) en það hafði aldeilis afleiðingar í för með sér því það var ekki fyrr en seint um kvöldið sem ég jafnaði mig og hætti að vera fjólublá í framan eftir átökin.
Nú heimta sambýlingarnir sannanir fyrir að ég hafi verið keðjureykjandi spikfeit fyllibytta svo ég þarf að grafa upp gamlar partýmyndir af mér meðan ég er heima um páskana til að sanna mál mitt.
Þau halda líka að ég borði ALDREI neitt óhollt. Svo ég verð eiginlega að hafa nammidag einhvern tíma hér í Guildford og sýna þeim hvar Davíð keypti ölið í gegndarlausu áti á pizzum og súkkulaði. Því Naglinn kann sko að borða þegar sá gállinn er á honum!!
Mér finnst frekar athyglivert hvað það er auðvelt að byrja nýtt líf með hreinan skjöld einhvers staðar annars staðar þar sem fólk hefur ekki fyrirfram myndaðar skoðanir á þér. Ég meina ég hefði getað verið axarmorðingi, nýnasisti, rauðsokka, anarkisti í fyrra líferni en fyrir fólkinu hér er ég bara líkamsræktaróð, eggjakökuétandi heilsufrík sem á ekkert félagslíf.
Maður gerir oft ráð fyrir að fólk viti allt um mann, en auðvitað veit það bara það sem þú segir því og byggir svo upp álit sitt á þínum karakter þér eftir hvernig þú hagar þér.
P.S Fyrir áhugasama þá kallast þetta fyrirbæri "attribution theory" eða
eignunarkenningin í sálfræði.
10 Comments:
Sæl sætust,
Fyllubyttu-keðjureykjandi-fitubollumyndir...
Gott ef ég á ekki einhverjar 10 ára gamlar slíkar úr Þórsmörk í den.
Mjööööög flott liðið á þeim myndum...
Knús, kossar og saknaðarkveðjur frá Önnu Maríu litlu frænku (datt ekkert skárra í hug)
Úff...if they only knew...
Nákvæmlega if they only knew.
Mikið er gaman að sjá þig hér inni Anna María. Meira hvað ég sakna ykkar skvísanna mikið. Snökt snökt.
En það styttist aldeilis í brúðkaup aldarinnar.
Hvernig gengur annars undirbúningur?
Já Þórsmerkurferðin forðum daga. Maður var nú aldeilis í essinu sínu þar. Ég man eftir einni mynd af ykkur Krissa sem Axel Breki má aldrei berja augum ( né Barnaverndarnefnd).
Það er spurning hvort ég bjóði ekki krökkunum í húsinu með mér á fyllerí, skelli mér bara í gömlu Orra úlpuna, drekki eins og 0.5 ltr af landa vopnuð kartoni af Marlboro og sýni þeim hvað býr í Naglanum.
Ég á reyndar eftir að sjá þessa hlið á naglanum ... en ég hef alltaf vitað hvað býr í honum ... við hreinlega verðum að fara að tjútta saman einn daginn ... gæti meira að segja verið að ég komi þér smá á óvart
... eða kannski ertu akkúrat með fyllibyttu keðjureykjandi myndina af mér í hausnum ;)
Hahah "skelli mér bara í gömlu Orra úlpuna" Ég var einmitt að velta fyrir mér ef það væri til myndband frá Þjóðhátíð í eyjum árið 1996 það myndband myndi taka allan vafa af þessu sko ! Chillaðu í kexinu maður var það ekki það árið ?
Annars sakna ég ykkar líka og hlakka mikið til að hitta ykkur allar í brúðkaupinu sem er eftir nokkrar vikur :)
Já ekki seinna vænna en að byrja að setja comment hingað inn. Finnst voða gaman að lesa síðuna þína...
En já þessi mynd má aldrei komast í rangar hendur!!!
En.. góðir tímar, er samt ekkert spennt fyrir að endurtaka þá, útúrdrukkin og vitlaus í einhverju bulli.
En Orraúlpan hahahahaha glæsileg flík alveg.
knús
Anna María
ég kem í heimsókn og við sýnum þessum aumingjum hvernig alvöru víkingakonur skemmta sér :)
heyrðu, ég er að hugsa um að fara að plana Edinborgarferð, þótt það væri ekki nema ein nótt, nr.mitt er 0790885921, sendu mér sms :) svo adda ég þér við msnið mitt eða eitthvað :)
Ekki spurning Erla, næst þegar við erum báðar á Klakanum þá tjúttum við saman. Veltumst ofurölvi milli öldurhúsanna í borg óttans.
Lou! Sendi þér sms. Reynum að kýla á góða helgi í Edinborg og drekkum SKotana undir borðið....yeahh sure... þeir eru mestu fyllibyttur Bretlands. En við gerum okkar besta!!
Djöfull þarf ég að komast á gott kennderí eftir allt þetta ölvunartal!!! Aldrei að vita nema maður fái sér í tána annað kvöld á Skosku dönsunum. Ætla samt ekki í Orraúlpunni... those days are gone.
FOOOOKKK setti inn vitlaust númer, gat nú verið!! vantaði einn staf!!
það er 0790-885-9291
sooorrryyy :/
meeeeeeeeen mig langar að djamma með ykkur í Edinborg!! Sýna þeim hvar davíð keypti ölið...
Hvenær ætlarðu lou?
Post a Comment
<< Home