Website Counter
Hit Counters

Friday, February 24, 2006

Dancing queen

Þá er hann kominn föstudagurinn blessaður.

Ekki það að það skipti neinu máli því plönin hjá Naglanum fyrir þessa helgi eru ekki beysin.

Ég er að fara í próf á mánudaginn svo helgin fer í lestur og upprifjun.
Ætli ég leigi mér ekki bara spólu í kvöld eða kíki á fyrstu seríuna af Desperate Housewives sem ég er með í láni frá Stephanie.
Ég er nefnilega í Alias pásu, búin með fyrstu 2 seríurnar og fannst kominn tími til að hvíla Jennifer Garner í bili.
Eiginkonurnar aðþrengdu lofa góðu en ég er reyndar bara búin að horfa á fyrsta þáttinn og fannst hann algjör snilld.
Þessir þættir munu sko skemmta mér á síðkvöldum næsta mánuðinn.

Já ég veit ég er sorglegt eintak!!

En næsta helgi verður nú öllu skárri félagslega en þá er það Good ol' Scotland....þokkalega get ég ekki beðið!!!

Planið er að fara á Ceilidh, sem er ball með skoskum dönsum og er haldið í skólanum hans Snorra.
Við fórum á þetta ball í fyrra og annað svipað árið 2002. Í bæði skiptin vorum við svo léleg að fylgja dansinum að meira að segja hljómsveitin hafði orð á því hvað við værum vondir dansarar.
Þar sem við Snorri höfum ekkert verið að æfa okkur í skosku dönsunum heima í stofu þá verðum við eflaust aftur höfð að háði og spotti á ballinu næsta föstudag.

Það verður bara að hafa það þó við fáum hæðnisbréf sent til okkar næsta árið.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Despó eru SNILLDAR þættir.. ELSKA þá! Sería 2 er eila betri en fyrsta..þó að það sé ótrúlegt vegna þess að fyrsta er líka æði :)

8:50 PM  

Post a Comment

<< Home