Website Counter
Hit Counters

Wednesday, February 15, 2006

Til hamingju með Vallann!!

Hér á 56 Church Road sveif rómantíkin yfir vötnum í gær Valentínusi til heiðurs.
Andy eldaði fyrir nýju kærustuna með rauðvíni og huggulegheitum og Karen eldaði fyrir Ben kærastann sinn. Bæði pörin skiptust á gjöfum, böngsum, rósum og álíka kjaftæði.
Ég fussa bara og sveia yfir þessum asnalega degi. Við Snorri höfum aldrei haldið upp á þennan dag sem var fundinn upp af kortagerðarfyrirtæki til að pikka upp söluna hjá þeim. Blómabúðir og veitingastaðir fá líka sinn skerf af þessari auglýsingabrellu. Ég læt sko ekki segja mér hvenær ég eigi að vera rómantísk með mínum manni og eyði sko ekki pening í konfektkassa og bangsa með hjarta á maganum (fyrir utan hversu fáránlegt það er að gefa fullorðnu fólki bangsa og hjartalaga blöðrur).
Við óskuðum hvort öðru bara til hamingju með Vallann í sms-i. Órómantískasta fólkið.
Svo ég sat bara ein með mína ommilettu í gærkvöldi, frekar frústreruð yfir allri þessari rómantík í kringum mig og minn maður 600 mílur í burtu. En ég réttlætti þessa einsemd fyrir mér með stórum yfirlýsingum um fáránleika Valentínusardags eins og mín er von og vísa.

Skilaði bækling í gær sem við áttum að gera í einu faginu. Ég var nokkuð stolt af mér að geta sett hann upp alveg sjálf í einhverju bæklingaforriti sem ég fann í Word. Það er um að gera að fikta bara nógu mikið í þessum tölvum og prófa sig áfram Bæklingurinn var um sykursýki Týpu 2, sem er áunnin sykursýki og kemur aðallega í offitusjúklingum. Svo fór ég í fyrirlestur um offitu í gær. Þar komu fram ansi sláandi tölur: aðeins 1% af þeim sem fara í meðferð við offitu ná að halda þyngdartapinu og í Bandaríkjunum eru 24-27% of feitir. Þannig að það er frekar vonlaust case að ætla að minnka offitufaraldurinn!!

Ég segi bara allir út að hlaupa!!!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta 1% eru það þá fólk sem hefur látið hefta á sér magann eða eitthvað svoleiðis ?

Flott með bæklinginn kona orðin bara master í tölvum.

10:50 AM  
Blogger Naglinn said...

nei fólk sem heftar mallann nær eiginlega allt að halda þyngdartapi enda maginn ekki orðinn að neinu og fólk getur ekki borðað eins mikið og áður..gubbar því bara.
Þetta 1% er bara venjulegar bollur sem koma í "treatment" hvort sem það er weight watchers eða inni á spítala.
Sorgleg staðreynd!

9:45 AM  

Post a Comment

<< Home