Feitabolla
Helgin var bara snilld. Við skötuhjúin áttum alveg yndislegar stundir saman sem auðvitað liðu alltof hratt. Fórum fínt út að borða á tyrkneskan veitingastað sem við höfum lengi haft augastað á. Hann stóð alveg undir væntingum og við átum á okkur gat. Reyndar átum við á okkur gat alla helgina því við vorum bara í vellystingum upp á hvern einasta dag. Kíktum í bíó á Walk the Line og það má alveg mæla með þeirri ræmu. Bæði fóru á kostum í þessari mynd og eiga alveg skilið allt það hrós sem þau hafa fengið.
Nú er ég komin í brjálað átak því ég hef örugglega fitnað um 5 kg þessa helgi, öll útblásin með bumbuna út í loftið. Kemst ekki einu sinni í þröngu buxurnar mínar og þurfti að fara í feitabollu búningi í skólann til að fela viðbjóðinn.
Já manni hefnist fyrir græðgina!! En þegar nammidagarnir eru á 3 vikna fresti þá er svolítið erfitt að hemja sig :-/
Svo fékk ég nú ansi skemmtilegar fréttir eða hitt þó heldur. Ég stóð í þeirri meiningu að við ættum að skila ritgerðinni á föstudaginn 10. febrúar. Svo ég sat sveitt alla síðustu helgi í leiðindum dauðans að klára hana.
NEI NEI það á víst að skila henni 24. MARS!!! Samt stendur á námskeiðslýsingunni 10. febrúar en kennarinn hafði bara breytt því si sona og sent tölvupóst á alla í byrjun vetrar sem ég Nota Bene fékk ekki þar sem ég var ekki skráð í kúrsinn í upphafi annar.
Já gaman að þessu!!! Eða ekki...
Fínt samt að vera búin með hana, það léttir á álaginu í lok mars.
Always look on the bright side of life!
4 Comments:
iss vertu bara fegin með ritgerðina!
ég veit ekki hvort það er bara ég, en ég læt þetta feitabollutal eins og vind um eyru þjóta :) og pant fá þig til að taka mig í gegn við tækifæri ;)
Þarf að skella mér til Edinborgar áður en ég fer heim... langar geght..
Edinborg er snilldarstaður. Uppáhaldsborgin mín í öllum heiminum. Það væri gaman að hittast í Edinborg og kíkja á djammið saman.
Ekki málið að taka þig í gegn Lovísa mín, ekki það að þú þurfir á því að halda. En ég vil enga aumingja í mitt lið, það þarf að reyna á sig....blood sweat and tears!!
ég er alveg til í blóð svita og tár :) heheheh.. amk prófa það! :)
ég mæli með rainy einkaþjálfara! Hún er snilli :) Ég er búin að panta hana að taka mig í gegn þegar hún kemur aftur til Íslands! og hana nú... :)
Post a Comment
<< Home