Smásaga úr ræktinni
Ég er í makindum mínum að gera magaæfingar á bolta haldandi á 10 kg lóðaplötu þegar einn kunningi kemur upp að mér og byrjar að spjalla.
Hann segir við mig: "I can see you add resistance when you train abs".
Jú jú svara ég, þýðir ekkert annað!
Þá segir félaginn: "If you need any extra help with adding resistance to your exercises you just let me know. For example if you want I could sit on your back when you do press ups."
Ég hváði við af því ég var ekki viss hvort ég hefði skilið manninn rétt... svo hann hóstar og verður voða vandræðalegur og endurtekur það sem hann sagði.
Ég hló bara og þakkaði honum fyrir en sagðist ekki vera að gera armbeygjur þennan daginn. Hann varð enn vandræðalegri og labbaði í burtu og ég sá hann ekki meir, hann hefur örugglega drifið sig út.
Enda mátti maðurinn skammast sín því fáránlegri uppástungu hef ég aldrei heyrt!
Í hvaða vídd lifir þessi maður eiginlega?
Hvernig dettur honum í hug að ég, 57 kg kvenmaður geti gert armbeygjur með 80 kg karlmann sitjandi á bakinu á mér??
Sumir hefðu kannski tekið þessu sem pikköpp línu en þar sem gæinn er rammsamkynhneigður Ameríkani þá býst ég við að honum hafi verið fúlasta alvara.
Í fyrsta lagi þá myndi ég nú varla ná andanum með hann ofan á mér, og myndi kannski komast niður í armbeygju en já glætan að ég gæti nokkurn tíma rétt úr höndunum til að komast í byrjunarstöðu aftur.
Fyrir utan það hve óviðeigandi það er fyrir aðra gesti stöðvarinnar að horfa á mig puða með hálfókunnugan mann ofan á mér.
Þó ég sé alltaf að þykjast vera Nagli í ræktinni þá er ég langt frá að hafa líkamlega burði eins og rússneskur kúluvarpari sem grætir mann og annan í sjómann.
Sumt fólk er náttúrulega bara ekki alveg í lagi!!
8 Comments:
OMG ég skellti uppúr við að lesa þetta !
HA HA segðu ég líka sé þetta alveg fyrir mér.
Nákvæmlega, kramin undir gæjanum og hann að hvetja mig áfram í armbeygjum...
"Af hverju ertu svona blá?" "Ertu að kafna? Það er allt í lagi."
Muniði ekki atriðið úr Sódómu?
BWAHAHAHAHAHA... sprakk úr hlátri!! sé þetta alveg fyrir mér.. og svipinn á þér.. svona "Bangsi bestaskinn var fáviti"-svipurinn! eeehehhehehe..
Blessuð!!
Ég hafði ekki hugmynd um bloggið þitt en nú veit ég af þér - og fylgist með þér!! ;)
Fór í dag og keypti kort í ræktinni. Lofa að vera dugleg!!
Hæ beib - ertu til í að senda mér mailið þitt á hectrix@hotmail.com? Ég er með smá ræktarpælingar sem ég vildi ræða við þig :)
Ahhhha,ertu 100% viss um að þetta hafi ekki verið tilraun til að vera fyndinn?
Neibb ég er að segja þér það...gæjanum var fúlasta alvara og roðnaði og stamaði þegar hann sá viðbrögð mín við þessari uppástungu hans. Hann hefur örugglega áttað sig á því þá hvað þetta var heimskulegt boð.
Post a Comment
<< Home